Íslenski boltinn

Kári lék allan leikinn á miðju Víkings.
Kári lék allan leikinn á miðju Víkings. vísir/daníel

„Þetta er náttúrulega bara draumur sem varð að veruleika. Ég var alltaf að vonast til að þetta myndi gerast þegar ég var hérna heima fyrst en frábært að þetta sé að gerast núna,“ sagði Kári Árnason yfirvegaður eftir sigurinn á Breiðabliki þegar hann var spurður út í tilfinninguna að vera á leið með uppeldisklúbb sinn í bikarúrslitaleik í fyrsta skipti í 48 ár.

„Það er rosa gaman að taka þátt í þessari uppbyggingu. Erum með nýja hugsjón, nýja leið til að spila og lekum aðeins af mörkum út af því sem er svolítið erfitt en engu að síður mjög gaman að taka þátt í þessu,“ sagði Kári varðandi uppbygginguna í Víkinni.

Kári var spurður út í leikstíl Víkinga og leikkerfi dagsins en liðið lék 4-4-2 með tígulmiðju sem er nokkuð óvanalegt leikkerfi hér heima.

„Ég er bara þarna til að stöðva sóknir andstæðingana en þetta gengur ágætlega og er „work in progress“ og kemur allt. Við sýnum að getum unnið hvaða lið sem er en við þurfum að hitta á daginn,“ sagði Kári kíminn.

Kári sparaði ekki hrósið á Óttar Magnús Karlsson.

„Þetta er einn af, ef ekki besti, maður deildarinnar í svona standi og ég held það viti það allir í Víkinni að minnsta kosti en hann er að sýna öllum öðrum það líka.“

„Jú að sjálfsögðu er það – að sjálfsögðu,“ sagði Kári að lokum hvort markmiðið í úrslitaleiknum væri ekki að landa blessuðum titlinum.Tengdar fréttir

Víkingur R. vann Breiðablik, 3-1, í seinni undanúrslitaleik Mjólkurbikars karla. Víkingar mæta FH-ingum í bikarúrslitaleiknum 14. september.

Varnarmaður Breiðabliks missti stjórn á skapi sínu í leiknum gegn Víkingi R. í kvöld.

Þjálfari Víkings R. var himinlifandi eftir að hans menn tryggðu sér sæti í bikarúrslitum.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.


Fleiri fréttir

Sjá meira