Körfubolti

Benedikt Guðmundsson
Benedikt Guðmundsson Skjáskot

Kjartan Atli Kjartansson kom einum af sérfræðingum sínum í Körfuboltakvöldi í opna skjöldu á föstudagskvöld þegar hann sýndi klippu frá leik KR og Snæfells í Dominos deild kvenna þar sem dóttir Benedikts Guðmundssona, þjálfara KR og sérfræðings í Körfuboltakvöldi, fékk dæmda á sig tæknivillu.

„Þurftiru að koma inn á það? Þetta er illa gert af þér,“ sagði Benedikt.

Þannig er mál með vexti að Jenný Lovísa Benediktsdóttir spilar undir stjórn pabba síns hjá KR en hún var utan hóps í þessum tiltekna leik og var skráð sem aðstoðarþjálfari í leiknum.


„Hún byrjar bara að þenja sig á bekknum. Fær á sig tæknivillu í fyrri hálfleik, fyrir ekki neitt að því er hún segir. Alveg eins og pabbi hennar hefur fengið, fyrir ekki neitt,“ sagði Benni léttur.

Atvikið og umræðuna í heild má sjá í spilaranum efst í fréttinni.


Klippa: Dóttir Benna fékk tæknivillu á bekknum


Tengdar fréttir

Emil Karel Einarsson hefur byrjað tímabilið frábærlega með Þór Þorlákshöfn. Hann skoraði 19 stig í sigri Þórsara á Fjölni á föstudagskvöldið.

Njarðvík sótti sér annan Bandaríkjamann í vikunni er liðið samdi við Chaz Williams og liðið er því með tvo Bandaríkjamann í hóp sínum í Dominos-deildinni.

ÍR náði ekki í tvö stig gegn Haukum í Dominos-deild karla á fimmtudagskvöldið en þeir náðu sér í stig hjá mörgum íþróttaáhugamönnum fyrir drengilega framkomu.

Síðasta umferð í Dominos-deild kvenna var gerð upp í Dominos Körfuboltakvöldi í gær.

Grindavík tapaði gegn Stjörnunni í Dominos-deild karla á fimmtudagskvöldið. Grindavík leit vel út í fyrri hálfleik og voru yfir er liðin gengu til búningsherbergja en leikur liðsins hrundi í síðari hálfleik.

Strákarnir veltu fyrir sér hvort að ætti að fækka liðum niður í tíu í Dominos-deild karla.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.


Fleiri fréttir

Sjá meira