logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo
star Bookmark: Tag Tag Tag Tag Tag
Iceland

Lést eftir að hafa verið alvarlega vannærð

Kínverskur háskólanemi á þrítugsaldri lést í gær en hún hafði verið alvarlega vannærð árum saman og hafði ekki efni á því að kaupa nógu næringarríkan mat. Dauðsfallið vekur upp spurningar um fátækt í fjölmennasta ríki heims.

Wu Huayan var 24 ára gömul þegar hún lést á spítala í borginni Tongren í suðausturhluta landsins í gær. Talsmaður spítalans staðfesti þetta við CNN en neitaði að segja til um dánarorsök.

Wu var 135 sentímetra að hæð og ekki nema 21,6 kíló þegar hún var lögð inn á spítala í október vegna öndunarvandamála.

Wu vakti þjóðarathygli þegar saga hennar var sögð í kínverskum fréttamiðlum. Báðir foreldrar hennar voru látnir og hún bjó með yngri bróður sínum sem glímdi við geðræn vandamál.

Systkinin höfðu samanlagt 300 júan, jafnvirði um 5.400 íslenskrar krónur, til ráðstöfunar mánaðarlega. 

Samkvæmt kínverskum fréttamiðlum sleppti Wu því að borða morgunmat og lifði eingöngu á hrísgrjónum. Þetta hafði hún gert frá unglingsárum til að reyna að hjálpa bróður sínum.

Frá því hún var lögð inn á spítalann í október hrakaði heilsu hennar hratt sem endaði eins og áður sagði í gær.

Dauðsfall hennar hefur vakið reiði meðal kínverska samfélagsmiðlanotenda sem spyrja sig hvers vegna ríkið studdi ekki betur við Wu.

mbl.is
Themes
ICO