Iceland

Ótrúlegur lífsháski barna

Kraftaverkasögur af börnum sem hafa lifað af mikinn háska eru sannarlega til þess fallnar að endurvekja trú á hið yfirnáttúrulega. Ein sagan er af barni sem lenti í hryllilegu bílslysi en fékk aðeins nokkrar skrámur og önnur af barni sem lifði af mannskætt flugslys því að líkami fullorðinnar manneskju sem lést í slysinu veitti því skjól.

Hjartað sló ekki í tvær klukkustundir

Það var kalda nótt í Alberta í Kanada árið 2001 sem hin 13 mánaða gamla Erika Nordby skreið fram úr rúminu sem hún deildi með móður sinni og opnaði ólæsta útidyrahurðina. Erika litla óð út í
snjóþunga nóttina, féll í djúpan snjóinn og komst ekki á fætur aftur. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær hún fór út en það var um klukkan þrjú sem móðir hennar áttaði sig á því að barnið var horfið. Móðirin rauk strax út og til allrar hamingju sá hún Eriku litlu fljótt þar sem hún lá hreyfingarlaus í snjónum. Móðirin hringdi strax á sjúkrabíl og hófu bráðaliðar endurlífgunartilraunir um leið og þeir komu á staðinn. Þetta var erfitt verk þar sem útlimir Eriku voru svo kaldir að ekki var hægt að koma nál í gegn um húð hennar til að gefa henni lyf í æð. Munnur hennar var svo fullur af klaka að erfiðlega gekk að barkaþræða litlu stúlkuna. Á endanum tókst bráðaliðum að stinga í æð og var Erika síðan flutt með hraði upp á spítala. Hjarta hennar hafði verið stoppí tvær klukkustundir en brátt náði heilbrigðisstarfsfólk að koma hita í líkama Eriku. Fólk var orðið vondauft og kom það öllum á óvart þegar hjarta hennar byrjaði aftur að slá. Talið er að ofkælingin hafi orðið til þess að hægðist á allri líkamsstarfseminni, þar á meðal hjartslættinum, sem eru varnarviðbrögð líkamans til að minnka líkur á varanlegum skaða. Erika náði sér að fullu og komst fljótt heim í faðm fjölskyldunnar.

Flaug 7,3 metra

Í Texarkana í Arkansas árið 2016 varð harður árekstur á milli fólksbifreiðar og vöruflutningabíls. Í fólksbílnum voru fjórir fullorðnir og átta mánaða gamalt barn. Við höggið kastaðist barnið út úr bílnum og þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang fundu þeir það ekki í fyrstu. Brátt heyrðu þeir hljóð berast skammt frá og fundu barnið sitjandi ofan á heyhrúgu, heilt á húfi. Greinilegt var að barnið hafði kastast 7,3 metra frá bílnum en verið svo heppið að lenda á mjúku undirlagi. Það teygði sig brosandi á móti björgunarfólki þegar það nálgaðist. Barnið hafði verið í bílstól en hann verið svo ótryggur að barnið losnaði við höggið. Ekkert amaði að barninu utan þess að fá nokkrar skrámur. Hinir fjórir farþegarnir slösuðust hins vegar töluvert.

Unga stúlkan sem lifði slysið af

Skýldi drengnum með eigin líkama

Hinn þrettán mánaða gamli Nyalou Thong komst lífs af eftir hræðilegt flugslys í Suður-Súdan árið 2015. Enginn lifði slysið af nema Nyalou og einn fullorðinn karlmaður. 37 létust. Flugvélin sem fórst var fraktvél, ætluð til að flytja vörur innanlands, og ekki var heimilt að flytja með henni fólk. Samkvæmt farmskrá voru allar vörur um borð sem þar áttu að vera en fólkið var þar til viðbótar.

Slysið var rakið til þess að vélin var allt of þung. Leyfilegt var að hún bæri 15,5 tonn en raunveruleg þyngd í þetta skiptið var mun meiri. Vélin hrapaði í nágrenni við ána Níl. Maður að nafni Achol Deng fann drenginn nálægt flakinu þar sem hann lá á bringu karlmannsins sem einnig lifði af, og var maðurinn meðvitundarlaus. Strax var farið með Nyalou litla á spítala, ásamt manninum sem hafði hlotið alvarleg meiðsl. Maðurinn komst brátt aftur til meðvitundar og sagðist hafa reynt að skýla drengnum með líkama sínum. Nyalou slapp með fótbrot og sár á enni.  Móðir hans og eldri systir fórust hins vegar í slysinu.

Nyalou Thong á sjúkrahúsi

Kraftaverkabarnið
Cecelia Cichan var aðeins fjögurra ára þegar hún varð þekkt sem kraftaverkabarnið. Þá hafði henni verið bjargað úr flaki flugvélar sem hrapaði skömmu eftir flugtak í ágúst 1987 í Detroit í Bandaríkjunum. Þarna var um að ræða flug 255 með Northwest Airlines sem var á leið til Pheonix í Arizona og er eitt mannskæðasta flugslys í sögu Bandaríkjanna. Vélin hrapaði í gegnum þak á bílaleigu á flugvellinum. 156 manns létust í slysinu en tveir farþegar í bifreið við bílaleiguna fórust einnig. Því hefur verið haldið fram að Cecelia hafi lifað af vegna þess að móðir hennar skýldi dótturinni með líkama sínum. Cecelia var á ferð með fjölskyldu sinni, foreldrunum Paulu og Michael ásamt sex ára gömlum bróður og voru þau á leið heim eftir frí. Þau létust öll í slysinu.

Cecelia slasaðist alvarlega, hún höfuðkúpubrotnaði, fótbrotnaði og hlaut þriðja stigs bruna. Hún fór í fjórar húðígræðslur á höndum og fótum. Mikill áhugi kviknaði á máli Ceceliu og bárust henni yfir tvö þúsund gjafir og 30 þúsund kort á barnaspítalann. Hún átti góða að en móðursystir hennar og eiginmaður hennar, þau Rita og Franklin Lumpkin, tóku hana undir sinn verndarvæng og leyfðu henni að búa hjá sér.

Cecelia Cihan
Flak Northwest vélarinnar

Football news:

Frank Lampard: Chelsea will be back. It's hard to talk after a 1-4 defeat
Lorenzo Insigne: Napoli lost to Barcelona only in implementation. We have serious potential
Messi made 54 runs in the Champions League. This is 21 more than Kovacic, who is second
Spain, Germany and France have two clubs in the 1/4 final of the Champions League, England and Italy have one each
In the last three meetings of Barca and Bayern in the playoffs, the future winner of the Champions League passes on
Chelsea conceded 7 goals for the first time in two matches of the play-off series in European competitions
Buffon-Pirlo: Now I have to call you mister!? Good Luck, Andrea