logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo logo
star Bookmark: Tag Tag Tag Tag Tag
Iceland

Ráðgáta í Danmörku: Samkynhneigð mörgæs ungaði út eggi – Enginn veit hvaðan eggið kom

Nýlega klaktist mörgæsaungi úr eggi í dýragarðinum í Óðinsvéum í Danmörku. Hann hefur það gott og vel er hugsað um hann. En tilurð ungans er ákveðinn ráðgáta því faðir hans, sem heitir Hollænder, er samkynhneigður og ekki er vitað hvaðan eggið kom.

Þessi sami mörgæsafaðir komst í fréttirnar haustið 2018 þegar hann, ásamt þáverandi maka sínum Singer, stal unga frá öðru pari. Þeir önnuðust síðan uppeldi hans. Þeir eru ekki lengur par en Singer hefur fundið sér nýjan maka sem heitir Brille og er einnig karlkyns.

Hollænder lá á egginu í 63 daga og þolinmæðin skilaði sér því nýlega skreið ungi úr því. Danska ríkisútvarpið hefur eftir Sandie Munck, dýragæslukonu, að ekki sé vitað hvernig Hollænder náði sér í egg, hann hafi skyndilega verið kominn með það.

Singer og Brille hafa ekki setið auðum vængjum frekar en Hollænder. Þeir liggja nú á eggi sem Singer stal frá dóttur sinni en hann eignaðist eitt sinn dóttur. Þeir félagar eiga því von á barnabarni Singer í heiminn ef eggið er frjóvgað en það er ekki vitað á þessari stundu.

All rights and copyright belongs to author:
Themes
ICO