Iceland

RÚV myndi spara á því að senda Ívu í Eurovision

Íva mætti í stúdíóið til Sigga Gunnars og Loga Bergmanns í vikunni og spjallaði þar um Söngvakeppnina, lífið í Rotterdam og tók þátt í nokkrum „ógeðslega mikilvægum Eurovisionspurningum“.

Íva sagði að aðalbrandarinn síðustu vikur hafi snúist um sparnaðinn sem RÚV myndi hljóta við það að senda hana til Rotterdam, þar sem Eurovision Söngvakeppnin verður haldin í ár en þar er Íva nú þegar búsett. Þá myndi Ríkisútvarpið ekki þurfa að splæsa í hótel fyrir hana enda væri hún með eigin íbúð í miðborg Rotterdam.

„Hægrimennirnir eru mikið búnir að djóka með þetta, að spara skattpeninga og svona,“ sagði Íva hlæjandi.

Nokkrar „ógeðslega mikilvægar Eurovisionspurningar“

Hvað er það versta sem gæti gerst á sviðinu? Ég syng falskt 

Hver sló sinn síðasta tón í Hægt og hljótt?  Píanistinn. 

Hvað fékk Angel mörg stig í Köben? Núll. 

Hver söng lagið Heaven? Pass. 

Sigga eða Grét­ar? Sigga. 

Stebbi eða Eyfi? Stebbi.

Besta lagið sem hef­ur ekki unnið? Andvaka.

Birgitta Hauk­dal eða Selma Björns? Selma

Eyþór Arnalds og Richard Scope voru á sviðinu í hvaða lagi? Er það ekki bara Sókrates?

Upp­á­halds ís­lenska Eurovisi­on lagið? Is it True. 

En út­lenda? Birds og Taken by a Stranger.

mbl.is