Iceland

Segir Bieber hafa beitt sig andlegu ofbeldi

Tónlistarkonan Selena Gomez segir tónlistarmanninn Justin Bieber hafa beitt sig andlegu ofbeldi þegar þau voru í sambandi. Gomez og Bieber hættu saman í mars 2018 eftir sjö ára samband.

„Ég hef fundið styrk í því. Það er hættulegt að festast í hugarfari fórnarlambs. Og ég er ekki að sýna neina vanvirðingu, mér leið eins og fórnarlambi ákveðins ofbeldis,“ sagði Gomez í viðtali við NPR.

Blaðamaður NPR spurði hvort hún væri að tala um að Bieber hefði beitt hana andlegu ofbeldi og svaraði hún því játandi.

„Já, ég þurfti að finna leið til að skilja það sem fullorðin kona. Og ég þurfti að skilja hvaða ákvarðanir ég tók. Eins mikið og mig langar ekki til þess að eyða afganginum af lífi mínu í að tala um þetta er ég mjög stolt af því að geta sagt að mér finnst ég sterkari núna en nokkru sinni og ég er búin að finna leið til að fara í gegnum þetta eins hnarreist og ég get,“ sagði Gomez.

Nýlegt lag hennar, Lose You to Love Me, fjallar að einhverju leyti um uppgjör Gomez við samband hennar og tónlistarmannsins. „Þetta lag fjallar ekki um hatur, þetta lag segir: Ég átti eitthvað fallegt og myndi aldrei neita því að það væri það. Þetta var mjög erfitt og ég er glöð að það skuli vera búið. Mér leið eins og þeta væri góð leið til að segja: Þetta er búið og ég skil það og virði og ég er núna að fara að byrja á allt öðrum kafla,“ sagði Gomez.

Selena Gomez og Justin Bieber voru saman á árunum 2011 …

Selena Gomez og Justin Bieber voru saman á árunum 2011 til 2018 en þau hættu þó oft saman á þeim tíma. Cover Media

mbl.is