Iceland

Þrír Víkingar reknir út af í sigri KR

Mikið gekk á þegar Íslandsmeistarar og bikarmeistarar síðasta árs í knattspyrnu karla, KR og Víkingur, mættust í vesturbænum í 4. umferð Pepsí Max deildar karla í knattspyrnu í dag. KR sigraði 2:0 í leik þar sem rauða spjaldið fór þrívegis á loft. 

Íslandsmeistarar KR eru með 9 stig eftir 4 leiki í deildinni og bikarmeistarar Víkings með 5 stig eftir 4 leiki. 

Þrír Víkingar voru reknir af velli í leiknum. Allir þrír miðverðirnir: Kári Árnason, Sölvi Geir Ottesen fyrirliði og Halldór Smári Sigurðsson.

Markalaust var að loknum fyrri hálfleik. Kristján Flóki Finnbogason skoraði fyrra mark KR þegar Víkingar voru með tíu menn inn á og Pablo Punyed bætti við marki undir lokin þegar Víkingar voru aðeins átta eftir á vellinum.

Mark Kristjáns kom á 60. mínútu en hann afgreiddi þá fyrirgjöf Atla Sigurjónssonar í netið.
Pablo skoraði af stuttu færi eftir sendingu varamannsins Ægis Jarls Jónassonar. 

Róðurinn gæti orðið þungur hjá Víkingum í næsta leik vegna þessara brottvísana og forvitnilegt verður að sjá hverjir verða þá miðverðir þegar liðið mætir Val. 

Kári fékk rauða spjaldið strax á 26. mínútu. Kristján Flóki komst þá framhjá honum með snyrtilegri hreyfingu og féll við. Kári setti höndina út og virtist toga Kristján niður sem lét sig þó væntanlega detta því snertingin virtist ekki mikil. 

Sölvi Geir henti Stefáni Árna Geirssyni í jörðina á 78. mínútu og virtist slá hann í framhaldinu. Sölvi mótmælti kröftuglega og vildi líklega meina að Pablo Punyed hafi hrint sér á Stefán en Punyed var þarna nærri. 

Ekki þarf að deila um brottvísun Halldórs Smára sem tæklaði Kennie Chopart illa sem fór meiddur af leikvelli á 82. mínútu. 

Greinin verður uppfærð.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

90. mín. Guðmundur Þór Júlíusson (HK) fær gult spjald Of seinn í Hákon og straujar markvörðinn sem liggur eftir.
90. mín. Granit Xhaka (Arsenal) fær gult spjald
21. mín. Étienne Capoue (Watford) fær gult spjald Of seinn í Giroud og sparkar hann niður.

Leiklýsing

90. mín. Kristinn Jónsson (KR) á skot framhjá
mbl.is

Football news:

In Romania, a special champion: everything was decided in the match, the format of which was chosen 3 hours before the whistle
Danny rose: I was stopped by the police last week: is This a stolen car? Where did you get it?. And this happens regularly
Barcelona refused to sell for 60 million euros Trinca u, bought from Braga for 31 million. The club count on him
Chelsea will compete with Everton for Regilon. Real Madrid is ready to sell him
Espanyol asked La Liga to cancel the flight. The Catalans have been in the relegation zone since the fifth round
Inter have not yet decided on Conte's future. Everything will be decided after the Europa League
Haji resigned as Viitorul's coach