Iceland

Viðskiptaþing í beinni útsendingu

Viðskiptaþing Viðskiptaráðs Íslands fer fram í Silfurbergi Hörpu í dag og hefst dagskráin kl. 13. Hér að neðan er hægt að fylgjast með upphafi fundarins í beinni útsendingu, en þá munu Katrín Olga Jóhannesdóttir formaður Viðskiptaráðs og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpa gesti.

Viðskiptaþing 2020 mun fjalla um það „hvernig viðskiptalífið ber hitann og þungann af því að knýja fram nýsköpun og framfarir í umhverfismálum, m.a. í gegnum grænar fjárfestingar og endurhugsun á allri virðiskeðjunni,“ samkvæmt því sem segir á vef Viðskiptaráðs.

Dagskrá Viðskiptaþings 2020

Fundarstjóri er Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.

mbl.is