Iceland

West Ham að kaupa miðjumann á 17 milljónir

West Ham er að ganga frá kaupum á miðjumanni sem heitir Tomas Soucek og er frá Tékklandi.

Slavia Prag í Tékklandi hefur staðfest það en West Ham kaupir leikmanninn á 16,8 milljónir punda.

Slavia staðfesti að Soucek væri búinn að fá leyfi til að ræða við enska félagið.

Soucek hefur verið frábær með Slavia á tímabilinu og skorað átta mörk ú 17 deildarleikjum.

Hann hefur unnið tvo deildarmeiastaratitla á ferlinum með Slavia en hann er 24 ára gamall.

Enski boltinn á 433 er í boði